Frúarlauf -Stephanotis floribunda


KJÖRHITI: Stofuhiti allt áriđ (18-25°C). Ţolir allt niđur í 7°C á veturna.
VÖKVUN: Mikiđ á sumrin, lítiđ á veturna.
UMPOTTUN: Árlega á vorin.
ÁBURĐARŢÖRF: Hálfsmánađarlega á sumrin.

ALMENNT: Frúarlauf er sígrćn klifurjurt frá eynni Madagaskar. Blöđin eru sígrćn, leđurkennd, tungulaga og gagnstćđ á greinunum. Hvít stjörnulaga, vaxkennd og afar ilmsćt blóm koma mörg saman í skúfum út frá blađfestunum á vorin og fram eftir sumri. Blómgunin er ríkust á nývextinum. Greinarnar geta orđiđ fjögurra til fimm metra langar á einu sumri svo til ţess ađ gera plönturnar viđráđanlegri borgar sig ađ stýfa hverja grein niđur í u.ţ.b. 50 cm lengd í febrúar-mars á hverju vori og umpotta plöntunum í nýja mold um leiđ. Óţarfi er ađ stćkka pottana, hristiđ gömlu moldina bara lauslega af rótunum sem síđan eru ađeins snyrtar til ađ passa í 15-18 cmØ potta og ný mold sett vel á milli ţeirra og ađ sjálfsögđu er vökvađ vel á eftir. Best er ađ útbúa hring eđa grind í pottana til ađ festa greinarnar á jafnóđum og ţćr spretta fram. Í upphituđum gróđurskálum má hleypa nokkrum plöntum af frúarlaufi lausum og leiđa greinar ţeirra eftir ţráđum og láta ţćr mynda angandi blómhvolf. Frúarlauf er fremur ónćmt fyrir kvillum og plágum, en ef miklar hitasveiflur verđa eftir ađ blómhnappar byrja ađ myndast er hćtta á ađ ţeir falli af.

Verđ: 

5.590 kr.


Vörunúmer: 10325050